Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, febrúar 16, 2004

Mánudagur til mæðu

Kallinn kom á óvart með að ákveða að skella sér norður á fös þar sem hann er í fríi þessa viku. Fórum í bíó með Kötu sem var vopnuð og Hörpu sem var með vaselín í kagganum. Plan okkar Kötu gekk ekki upp þar sem það er ekki er hægt að nota stjörnuskrúfjárn í Borgarbíói í þeim tilgangi sem við ætluðum að nota það. Myndin var hörku vibbi og fékk hjartað til að slá nokkur aukaslög, sem ætti bara að vera ágætis þjálfun fyrir það.
Laugardagsmorguninn byrjaði vel:
#á leiðinni á æfingu punkteraði (sprakk) á bílnum þannig að ég þurfti að fara heim og skipta um bíl og mætti korteri of seint á æfingu
#náiði bara 1/2 tíma æfingunni þar sem við vorum sviknar og fengum ekki að vera klukkutíma í salnum eins og okkur var lofað
#helti jarðaberasafa út um allt eldhús þegar ég var að búa mér til skyrhræru
Allt þetta gerðist á 2 tímum en sem betur fer var restinn af deginum bara nokkuð góð.
Um kvöldið fórum vð Grjóni í smá teiti til Kötu. Eftir það kíktum við til Hörpu bekkjasystur þar sem Hanne og Ester voru líka, svo bættist Harpa vinkona í hópinn þegar leið á kvöldið. Þetta var stórfínt teiti, Grjóni fyllti hundinn hennar og hann er víst enn e-ð slappur (sko hundurinn) og ég varð enn ruglaðri en nokkurn tímann af pepsídrykkju og snakkáti. Stelpurnar fóru svo í Sjallann en við Grjóni heim að sofa þar sem ég var að fara á æfingu daginn eftir.
Sunnudagurinn fór svo bara í blak, leti, heimsókn, þrif á ælu, sund, át og spil.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home