Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Opal og læti

Góðan og blessaðan daginn.
Ég sit núna og er orðin rennandi sveitt á nefinu eftir risa-opal át. Verð svona á nefinu eins og hundarnir þegar ég er búin að borða mikið af lakkrís, þið vitið nebbinn á þeim er, alltaf hálf blautur viðkomu.
Dísús ég var ekkert smá klikkuð á æfingu um daginn. Við vorum að gera e-a æfignu þar sem við áttum að smassa í gólfið og yfir á næsta mann. við þurftum að snúa á hlið og e-ð. Ég byrjaði mjög vel en svo þegar við áttum að skipta um hlið gekk þetta e-ð illa hjá mér þannig að ég ákvað að prófa hina hendina. Viti menn þá gekk þetta svona ljómandi vel hjá mér. Ástæðan var reyndar sú að ég byrjaði að smassa með vinstri án þess að ég vissi það og ákváð svo að skipta óvart yfir í hægri. Hélt sem sagt að vinstri höndinn á mér væri hægri og öfugt.

Jæja best að halda áfram að læra þar sem ég þarf að skila verkfni á morgunn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home