Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, júní 04, 2006

Tröppuþrek

Þá erum við flutt inn og framkvæmdir komnar á fullt. Erum búin að kaupa flísar á veggina og gólfið inn á baðið og þær gömlu horfnar af veggjunum. Erum búin rífa niður panilinn sem var á nokkrum veggjum enda var hann mjög gisinn og ljótur. Pabbi og tengdapabbi eru búinir að vera helv.... duglegir. Við finnum alltaf meira og meira sem okkur langar til að gera en ætli við verðum ekki að láta e-ð bíða. Á morgun kaupum við svo baðkar, vask og fleira dót á baðið og málningu á veggina. Maður er kominn í hörku gott form eftir að hafa hlaupið nokkrar ferðir upp á 4. hæð með 20 kg í fanginu. Þetta er alveg ógeðslega gaman og ég hlakka til að sjá þegar þetta verður allt klárt.
Svo er bara að verða mjög stutt í Portúgal ferðina!

2 Comments:

  • At 08 júní, 2006 12:16, Anonymous Nafnlaus said…

    Frábært!! Til lukku með þetta :-) Ég verð svo að kíkja í heimsókn einhvern tímann þegar ég er á ferðinni og taka þetta út hjá ykkur :-)

     
  • At 08 júní, 2006 12:16, Anonymous Nafnlaus said…

    Frábært!! Til lukku með þetta :-) Ég verð svo að kíkja í heimsókn einhvern tímann þegar ég er á ferðinni og taka þetta út hjá ykkur :-)

     

Skrifa ummæli

<< Home