Bingó í Vinabæ
Við Grjóni kíktum á bingó í Vinabæ um daginn. Ákvaðum að gera okkur glaðan dag sem varð reyndar hér um bil að martröð. Bingóið byrjaði kl.20.30 og við mættum á staðinn eins og algjörir aular. Greinilegt að þetta var ekki eins og bingóið í Lóni hér forðum daga. Þetta var peningabingó þar sem spilaðar eru 12 umferðir. Við hermdum bara eftir fólkinu sem var á undan okkur í röðinni og keyptum allar umferðirnar. Svo byrjaði fjörið, kona sem las upp tölurnar sem birtust svo á sjónvarpsskjá þannig að það var lítil þögn í salnum, allir að tala saman og ég að fá upplýsingar hjá sessunaut okkar um hvernig þetta allt saman virkaði. Síðan var hrópað bingó og þá kom kona á harðahlaupum með hljóðnema og las upp númerið á spjaldinu þar sem var bingó og það staðfest á skjánum. Allt saman mjög sérstakt svo ég tala nú ekki um fólkið á bingóinu, flest allt eldra fólk sem hafði gríðarlegt úthald. Engin pása og bingóinu lauk ekki fyrr en 23.30. Þannig að við vorum 4 tíma í bingói eða hálfan vinnudag miðað við 8 tíma vinnudag. Mæli samt með þessu, en kannski bara að spila 6 umferðir það er alveg nóg.
6 Comments:
At 20 apríl, 2006 22:12,
Nafnlaus said…
hehe þú ert ekki sérlega lagin í reikningi ;o) Eru þetta ekki bara þrír tímar???
Hanne
At 21 apríl, 2006 13:18,
Nafnlaus said…
einmitt... bingóið byrjaði 19:30:)
19:30-23:30 eru fjórir tímar.
En bingó í vinabæ... aldrei aftur... nema hugsanlega í styttri tíma:)
At 21 apríl, 2006 23:33,
Nafnlaus said…
Hæ Skvís,
ég prófaði þetta líka um daginn. Við tókum tengdó og systir hennar í óvissuferð og fórum í Bingó í Vinaæ. Já og það er ekki orðum aukið að fólkið sé svonldið sérstakt þar, þetta er bara viss þjóðflokkur sem stundar bingó þarna.
kveðja Ingibjörg
At 23 apríl, 2006 12:49,
Nafnlaus said…
og hvað.. unnuði enga peninga??
At 23 apríl, 2006 17:32,
Nafnlaus said…
Segji það sama...það fylgir ekki sögunni hvort þið hafið unnið!!!eða tókuð þið kannski ekkert efir því eins og Lubba á San marino....hahahah....það var nú ógó fyndið:)
At 24 apríl, 2006 09:05,
Nafnlaus said…
Hehehe....
Grjóni vann heilar 500 kr, tók því ekki að nefna það.
Skrifa ummæli
<< Home