Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, maí 12, 2006

Rútína

Þá er komin helgi enn og aftur en það er samt ekki frí. Það eru æfingar alla helgina og alveg fram að móti. Ég sé ekki fram á að fá frí fyrr en um miðjan júní. Ætlum að taka baðið í gegn þegar við flytjum inn, mála og svo finnum við pottþétt e-ð meira til að gera, er það ekki alltaf svoleiðis.
Annars er nú bara minnst lítið í fréttum hjá mér, sama rútínan dag eftir dag. Vakna, borða, fer að vinna, kem heim, borða, legg mig, æfing, borða, sofa. Helgarnar eru aðeins öðruvísi, þá eru fleiri æfingar, já ég veit ég á mér ekkert líf í augnablikinu...

Góða helgi!

3 Comments:

  • At 14 maí, 2006 23:53, Anonymous Nafnlaus said…

    Gangi þér vel á Evrópumótinu. Það verður gaman fyrir ykkur að komast loksins í íbúðina ykkar. Hlakka til að koma í grill.
    kveðja Ingibjörg

     
  • At 15 maí, 2006 08:11, Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir það. Ég mun standa við loforð mitt fljótlega í júní :)

     
  • At 16 maí, 2006 15:43, Anonymous Nafnlaus said…

    Hitakútur á Cafe Kidda Rót laugardagskvöldið 20. mai....

    Bara að auglýsa það:)

     

Skrifa ummæli

<< Home