Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, maí 08, 2006

Tilhlökkun

Ég er farin að hlakka svo mikið til að flytja í íbúðina okkar, ekki nema 3 vikur þangað til!!
Svo þegar veðrið er svona geggjað þá hlakka ég líka til að komast í íbúðina okkar og sitja úti á svölum með einn kaldann og grilla. Kom sér vel að hafa unnið grill í strandblakinu síðasta sumar.

Það styttist óðum í Evrópumót smáþjóða sem verður í Digranesi 19-21. maí og auðvita er ég farin að hlakka til að taka þátt í því. Þannig að framundan eru æfingar næstu daga fram að móti og því e-ð minna um sundferðir í veðursælunni. Ætla að henda mér í laugina á eftir þar sem það er frí í dag.

9 Comments:

  • At 09 maí, 2006 11:17, Anonymous Nafnlaus said…

    Vá skil þig vel. Er farin að hlakka til að flytja í íbúð sem ég er að hugsa um að kaupa um áramótin!

     
  • At 09 maí, 2006 21:23, Blogger Eygló said…

    Það er líka langt síðan þið keyptuð hana, þannig að ég skil vel að þú sért farin að hlakka til. Gangi þér vel í blakinu. Og... geturðu reddað mér númerinu hjá Cujo Annan?

     
  • At 10 maí, 2006 09:12, Anonymous Nafnlaus said…

    Ég skal reyna að redda þér númerinu hjá honum Kojo vini mínum sem fyrst.

     
  • At 10 maí, 2006 12:17, Anonymous Nafnlaus said…

    Já það verður gaman í borginni þessa helgi ;) Er að spá í að koma og horfa...gangi ykkur vel á æfingum:)

     
  • At 11 maí, 2006 09:04, Anonymous Nafnlaus said…

    Helvítis íþróttir alltaf... missir af fyllerýi hér ;-)

    En ég treysti á gott partý í íbúðinni þegar ég dröslast næst suður!! :-)

     
  • At 11 maí, 2006 09:24, Anonymous Nafnlaus said…

    Vá hvað ég skil vel að þú hlakkir til að flytja inn í íbúðina, þetta verður frábært hjá ykkur!! Grill og einn kaldur á svölunum klikkar ALDREI!!

     
  • At 11 maí, 2006 11:16, Anonymous Nafnlaus said…

    já kata ef karen leyfir það ekki... þá geri ég það bara:) Alltaf velkominn.

     
  • At 12 maí, 2006 08:22, Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að heyra að geta treyst á þig kappi :-) Takk fyrir það
    Þið eruð svo að sjálfsögðu alltaf velkomin í B10!!

     
  • At 12 maí, 2006 11:19, Anonymous Nafnlaus said…

    Auðvita kemur ekkert annað til greina en að halda partý þegar þú kemur kella.

     

Skrifa ummæli

<< Home