Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Eymsli

Ég er næstum enn að drepast í rassgatinu eftir föstudaginn þegar Nes-stúlkur tóku okkur gjörsamlega í þurrt. Þetta var mesta niðurlæging sem ég hef upplifað í langan tíma eða janfvel á allri minni ævi. Við gáfum þeim 40 stig í leiknum sem eru næstum því 2 hrinur og leikurinn endaði 3-0. Leikurinn á laugardeginum var skemmtilegur og spennandi en hann endaði 3-2 fyrir Nesó og þá gáfum við þeim 50 stig og þær okkur 40. Við vorum allar að spila vel og ég fékk að spreyta mig á miðjunni sem ég hef ekki gert í alvöru leik síðan ´98 eða e-ð álíka.
Á laugardeginum gerðumst við Grjóni svo menningarleg og drifum okkur í leikhús á Blóðberg sem er sýnt í Loftkastalanum og er stórskemmtileg sýning. Síðan kíktum við á útgáfutónleika hjá Ylfu Idol sem voru mjög góðir og stelpan búin að bæta sig helling og með góða hljómsveit með sér. Síðan fórum kíktum við í bæinn og Beggi með okkur. Byrjuðum auðvita á Celtic og þar sáum við margt framandi, tvær gellur sem voru næstum því límdar saman á kjaftinum á dansgólfinu. Síðan lá leiðin á Kofann þar sem ég fékk aldeilis skemmtilega móttöku frá dyraverðinum hann bara hrissti höfuðið og sagði nei... ekki ert þú komin... þannig að ég kíldi hann laust í öxlina og sagði honum að ég væri alveg róleg... þannig að hann þakkaði fyrir það og glottið hvarf af andlitinu. Það er nefnilega saga að segja frá þessu öllu en til að gera langa sögu stutta þá vorum við Gása nefnilega þvílíkt að rugla í manninum eftir HK-partýið góða eða Tópasdjammið ; ) og hann greinilega er ekki búinn að gleyma því.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home