Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, október 16, 2005

Æðisleg helgi að baki

Ójá.... við hjónaleysin drifum okkur í bústað eftir vinnu hjá mér á föstudeginum, komum við í Hveró og horfðum á Idolið. Síðan tók við afslöppun og rólegheit þegar í bústaðinn var komið. Á laugardeginum kíktum við á Laugarvatn í laugina og svo á Sigrúnu bekkjarsystur og hennar familíu. Gaman að kíkja á þau og ekki skemmdi fyrir góðu kökurnar sem hún var nýbúin að baka. Um kvöldið höfðum við svo nautasteik og fínerí og hökkuðum í okkur slikk. Í morgun var svo loksins engin rigning né rok svo við skelltum okkur í smá göngutúr. Hefði verið fínt að vera með byssu þar sem það var allt fullt af rjúpunni góðu en skotveiði er víst bönnuð þarna í bústaðarbyggðinni.
Kíkti svo á Sigga bró og familíu í kvöld og Fannar Hrafn er nú að verða ansi stór og pattaralegur.
Salome frænka var að spila barbie leik sem ég er alveg yfir mig hissa yfir, sko leiknum ekki Salome. Leikurinn gengur út á það að dressa barbie upp, mála hana, punta dýrin hennar t.d. púðra kettina hennar, spreyja á þá ilmvatni og klæða þá upp í háa hæla. Er ekki allt í lagi??

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home