Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, október 11, 2005

Ansi langt síðan síðast

Ég hef ekki haft neinn tíma eða réttara sagt gefið mér tíma til að blogga og hef heldur bara ekki nennt því.
Á föstudaginn fór ég á ráðstefnu vegna alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Það var fínt og nú er ég sko farin að fíla mig eins og alvöru fagmaður sem sækir ráðstefnur og fyrirlestra. Var einmitt á einum í gær.
Annars átti ég fína helgi. Á föstudeginum var partý í Reynimelnum þar sem við hittumst nokkrar úr HK, léleg mæting samt. Ég, Laufey, María og Gása og kallinn hennar mættum og vorum e-n veginn ekki að nenna niður í bæ. Við Lubba vorum samt eiginlega á því að kíkja e-ð smá ef við þyrftum ekki að labba. Við redduðum okkur fari og tjúttuðum langt fram á morgun. Byrjuðum á Celtic þar sem við skelltum í okkur nokkrum skotum, biðum svo í 40 mín í röð inn á Óliver sem var nú alveg þess virði og enduðum svo á Kofanum þegar Óliver lokaði.
Kvöldið var bara snilld, með dösnku tali og kebab með tannkremsbragði.
Laugardagurinn var svo tekinn rólega og sunnudagurinn líka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home