Allt á fullt
Nú fer að styttast óhugnalega mikið í skil á verkefninu okkar. Ég er að rembast við að gera skýrlsuna meðan Óli teiknar upp hlutina í tölvu. Við fengum glænýja hugmynd um hvernig við ætlum að hafa verkefnið okkar og sú hugmynd kom upp á mánudaginn. Þannig að nú er allt komið á fullt og stefnan er að klára þetta fyrir 23. sept. Já já... vinnur maður ekki alltaf best undir pressu??
Á laugardaginn á að skíra snúðinn hans Sigga bró og helgina eftir verður Júlli skírður.
24. sept ætlum við Kata að bjóða til afmælisveislu þar sem mikil gleði mun ríkja í Brekkugötunni þar sem þær Harpa eru að leigja. Þér er boðið að mæta og gleðajast með okkur. Stórafmæli hjá okkur! Kata fer að slefa í áfengiskaupaaldur og það eru ekki nema 42 ár í að ég gerist ellilífeyrisþegi.
Á laugardaginn á að skíra snúðinn hans Sigga bró og helgina eftir verður Júlli skírður.
24. sept ætlum við Kata að bjóða til afmælisveislu þar sem mikil gleði mun ríkja í Brekkugötunni þar sem þær Harpa eru að leigja. Þér er boðið að mæta og gleðajast með okkur. Stórafmæli hjá okkur! Kata fer að slefa í áfengiskaupaaldur og það eru ekki nema 42 ár í að ég gerist ellilífeyrisþegi.
2 Comments:
At 15 september, 2005 13:09,
Nafnlaus said…
Hvað er málið með e-r svona komment?
At 19 september, 2005 09:38,
Nafnlaus said…
Djöfulls bull....
hlakka til að fá ykkur norður um helgina og ammælispartýið verður flott.... og þú ert bara töffari að telja niður í ellilífeyrinn ;-)
K
Skrifa ummæli
<< Home