Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, september 12, 2005

Skemmtileg og fín helgi

Ég átti náttúrulega afmæli á föstudaginn. Við Grjóni fórum í Hveró að sækja fullt af dóti í búið sem við áttum þar til að koma fyrir í íbúðinni, kíktum í IKEA og Rúmfó til að kaupa það helsta sem vantaði til að geta haldið smá teiti. Síðan vorum við boðin í mat til Heiðu frænku hans. Við vorum búin að bjóða til veislu um kvöldið kl.21 en þá vorum við að kyngja síðasta svínakjötsbitanum. Áttum svo eftir að fara á Ásvallagötuna og sækja stóla, borð, græjur, ljós ofl. Þegar við komum svo á Reynimelinn sáum við fyrstu gestina fyrir utan Lóu og Jóhann sem voru búin að hringja og segast vera komin, úpps og við ekki heima.... Síðan hófst svaka partý sem var reyndar frekar rólegt en gott engu að síður. Kynntumst nágrannanum okkar ansi vel þar sem hann bankaði hjá okkur því hann vantaði sígarettu. Því var reddað og svo bauð hann okkur að kíkja á sína íbúð til að sjá muninn og hann ætlar að gefa okkur ískápinn sinn. Príðilega frábær granni þar á bæ. Við kíktum svo niður í bæ á Hressó sem var nú alveg frekar hressandi en samt ekki til lengdar þar sem tónlistin var ekki upp á marga fiska.
Á laugardeginum voru e-r þunnir en það var kíkt í Kringluna til að hitta Hanne og Júlla sem voru í fullu fjöri. Síðan fórum við Grjóni í afmælisboð til Hauks þar sem Kristín var búin að baka fullt af góðum kökum. Kvöldið var svo rólegt videogláp og 3 klst í að taka flétturnar úr hárinu. Shit hvað það tók langan tíma en þó ekki eins langan tíma eins og það tók að setja þær í.
Sunnudagurinn var svo góður. Við kíktum í sund og svo komu tengdó í heimsókn og við kíktum með þeim út að borða. Geggjaður himininn í gær, sjaldan fundist borgin eins falleg.

4 Comments:

  • At 12 september, 2005 20:50, Anonymous Nafnlaus said…

    hæ elsku frænka góð til hamingju með afmælið 9. með 25 árin...djöfull ertu orðin gömul;)

    kv. Krissi og Selma í Dk
    Sjáumst eftir mánuð

     
  • At 12 september, 2005 23:21, Anonymous Nafnlaus said…

    Takk fyrir það! Ellin er sko farin að segja til þín og ekki nema ár í þetta hjá þér Krissi minn!
    Eru þið að fara að kíkja á klakann í okt?

     
  • At 14 september, 2005 15:30, Anonymous Nafnlaus said…

    HVA...flétturnar FARNAR!!!! En veðmálið við Gásu !!!!
    En vá hvað ég skil þig vel :) Hlakka annars til að djamma í hinu ammilispartýinu sem þú býður í hér norðan heiða;o) ...OG þvílík íbúð sem stelpurnar fengu !!! Hún er geggjuð... það verður sko mikið um eldhúspartý en í staðinn.....lítið af klósettferðum !!! hahahaha.....

     
  • At 15 september, 2005 12:35, Anonymous Nafnlaus said…

    Flétturnar voru að gera út af við mig, var að drepast úr kláða. Ég ætlaði að reyna að græða kippu en ég er greinilega ekki meira drykkjusvín en þetta ;)
    Já ég hlakka helling til teitisins!

     

Skrifa ummæli

<< Home