Íslandsmeistaratitillinn varinn
Þá erum við Birna búnar að hampa dollunni annað árið í röð í strandblakinu. Reyndar var ekki dolla þetta árið heldur mjög flottur og öðruvísi skúlptur úr hestaskeifum, blakari með blakbolta. Í verðlaun voru einnig árskort í Iceland spa & fitness og gasgrill. Þannig að núna fer maður að taka inn stera og gerast vaxtarræktartröll og grilla sterakjöt. Karen steri... hljómar reyndar ekki eins vel og Magga steri. Jæja ég kannski sé til með sterana.
Stefnan er svo að kíkja í bæinn á menningarnótt, allavega skoða flugeldasýninguna sem var geggjuð í fyrra.
Stefnan er svo að kíkja í bæinn á menningarnótt, allavega skoða flugeldasýninguna sem var geggjuð í fyrra.
3 Comments:
At 20 ágúst, 2005 19:17,
Nafnlaus said…
Glæsilegt... innilega til hamingju :-)
Góða skemmtun á menningarnótt
Kata
At 20 ágúst, 2005 23:28,
Nafnlaus said…
Til hamingju með það!
Lóa:)
At 21 ágúst, 2005 22:02,
Nafnlaus said…
tilhamingju skrudda!
Skrifa ummæli
<< Home