Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Skemmtilegt símtal

Síminn hringir og ég svara Karen.
Þá er sagt með hressri röddu hæ hvað segir þú gott?
Ég segi allt fínt og var svona að reyna að átta mig á því hver þetta væri því ég kannaðist hvorki við símanúmerið eða röddina.
Þá segir manneskjan þetta er víst vitlaust númer en takk fyrir góð svör.
Ég er svona að pæla í því hvort það hefði skipt máli ef ég hefði sagt ég segi allt ömulegt, allt fúlt eða ég segi ekkert? Ekki gott að segja... En ég hafði gaman að þessu því það er svo oft þegar fólk hringir í skakt númer að það skellir bara strax á. Kannski maður ætti að tileinka sér þessa aðferð, spjalla smá og skella svo á.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home