Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Loksins fær blakið athygli

Það þarf ekkert smá að ganga á til þess að blakið hér á Íslandi fái smá athygli. Þetta atvik sem átti sér stað á Neskaupstað þegar KA liðið gekk út af vellinum í 3. hrinu til að mótmæla dómgæslu varð til þess að blakið fékk athygli. Það var aldrei spurning um hvort þetta yrði gert heldur hver myndi ríða á vaðið. Mér finnst þetta gott mál en mér finnst leiðinlegt að heyra að það er talað um þetta sem mikið hneyksli. Ég get engan veginn verið sammála því að þetta hafi verið hneyksli heldur finnst mér persónulega, og fleirum sem ég hef talað við, að það var kominn tími til að e-ð yrði gert varðandi dómgæsluna þarna fyrir austan. Ég er búin að vera að keppa í blaki í tæp 12 ár og ætti því að vita hvað ég er að segja. Hvort þetta hafi verið rétta leiðin má dæma um en kannski var þetta eina leiðin sem hægt var að fara. Mér finnst sanngjarnt að leikmenn KA hafi fengið bann í einn leik en mér finnst þetta vera ansi harður dómur sem Konstantin Shved þjálfari KA fékk, en hann er útilokaður frá stjórnun liða í keppni á vegum BLÍ, eða í nafni BLÍ, frá 3. apríl 2006 til 31. desember 2006. Ég spurði einn í stjórn BLÍ hvort þetta hefði e-r áhrif á landsliðið og þá fékk ég það svar að það mætti túlka þessi orð eins og menn vildu. Þannig að ég held að við ættum að standa saman, við sem erum sammála því að þetta sé rugl dómur, og túlka þessi orð þannig að þessi dómur komi ekki í veg fyrir að Konstantin stjórni landsliðinu. Hann má þjálfa öll lið en ekki vera með þeim í keppni, í leikjum hlýtur hann að geta hann skráð sig sem lækni á skýrslu og stjórnað þannig liðinu. Í leikjum með köllunum getur hann gert það sama eða verið fyrirliði og stjórnað þannig liðinu í móti. Þessi dómur er að mínu mati ekki alveg að ganga upp.

6 Comments:

  • At 06 apríl, 2006 09:30, Anonymous Nafnlaus said…

    Ég er alveg sammála þér! Ég veit ekki hvað aganefndin er að spá með þessum dómi á Konstantín. Er markmiðið að hrekja manninn úr landi eða! Ætlar KA ekkert að áfrýja? Eða er það kannski ekki hægt?

     
  • At 06 apríl, 2006 11:45, Anonymous Nafnlaus said…

    Þeir hjá KA hafa verið að hugsa ýmislegt. Hann verður áfram þjálfari enda hefur hann verið að gera mjög góða hluti fyrir norðan og vona svo innilega að hann fái líka tækifæri að gera góða hluti með landsliðinu í ár!!

     
  • At 06 apríl, 2006 12:10, Anonymous Nafnlaus said…

    3. gr.
    Úrskurði aganefndar verður ekki áfrýjað.

    Það að ekki sé hægt að áfrýja dómum er vægast sagt mjög slæmt... þá er enginn til að taka á rugli sem þessu...

    Annars eru þessar reglur yfirhöfuð grátlega fyndnar og uppfullar af allskonar rugli... t.d. fær leikmaður sem útilokaður sé úr leik... fær hann "c) Útilokun 1 leikur barn"

    fær hann BARN... sniðugt:)


    reglugerðar tilvísanir eru teknar af bli.is

     
  • At 07 apríl, 2006 08:55, Blogger Eygló said…

    Bara hasar í blakinu... Því miður er það svo að fjölmiðlar sýna ekki atburðum athygli fyrr en hægt er að fjalla um þá á neikvæðan hátt. Synd og skömm.

     
  • At 07 apríl, 2006 13:43, Anonymous Nafnlaus said…

    hæ Ingibjörg bað mig um að skrifa bréf fyrir hönd okkar í landsliðinu og senda til sín og hún ætlar að lesa yfir og koma áfram. á ég ekki að gera það eru örugglega ekki allar sammála um að vilja ekki missa kosta. Ég vil ekki skrifa fyrir hönd allra ef einhver er ósammála.

    kv lilja

     
  • At 07 apríl, 2006 15:44, Anonymous Nafnlaus said…

    Líst vel á þetta Lilja. Held samt að við ættum að fá samþykki frá öllum. Ég veit ekki með stelpurnar í Nesó en annars held ég að við séum allar á því að hafa hann áfram sem þjálfara.

     

Skrifa ummæli

<< Home