Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, nóvember 05, 2004

Sálarkreppa

Ég er í þvílíkum vandræðum með að ákveða eitt og annað þessa dagana og hef líka mjög takmarkaðan tíma til að hugsa nema um e-ð sem tengist náminu. Ég er alveg á fullu í verkefnum alla daga og næstum allar nætur sem er frekar mikið þreytandi til lengdar. En öll él birta um síðir, ekki rétt?
Við erum aðeins farnar að pæla og plana útskriftarferðina okkar sem stefnt er á 22. maí-7.júní. Leiðin mun væntanlega liggja til Mexico n.t.t. Playa del Carmen sem er við Mexicoflóa. Mjög spennandi og hótelið sem við erum að hugsa um er með allt innifalið, fríir drykkir og hægt að borða eins mikið og maður getur í sig látið, das is etwas fur mich.... En svo eru sennilega smáþjóðleikarnir á svipuðum tíma eða í kringum mánaðarmótin maí-júní. Það verður farið til Andorra og stefnan er að senda bæði lið í strandblaki og innanhúss. En svona er þetta alltaf annað hvort allt eða ekkert í gangi.
Góða helgi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home