Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Rúst og góðmennska

Uss... talandi um blak þá rústuðum við Fylki sem var bara frekar gaman þó leikirnir hefðu ekki verið mikið spennandi.
En talandi um e-ð annað þá var ég fyrir sunnan um helgina og skrapp auðvita aðeins í búðir. Þarf yfirleitt alltaf að kaupa mér e-ð og fæ alltaf æði fyrir e-u ákveðnu. Einu sinni voru það töskur og skór en núna eru það bolir og skór. Keypti mér ekki nema 4 stykki boli í Zöru en sleppti að mestu að kíkja á skó.
Á laugardagskvöldið kíktum við nokkrar aðeins út á lífið. Fórum á Celtic sem er að mínu mati einn af betri stöðum borgarinnar, hef þó ekki kíkt á marga. Eftir það ákváðum við Birna að fá okkur að borða kebab og inn kom þessi gamli fulli kall með sprungna augabrún, í öfugri lopapeysunni og með piss í buxunum. Birna er alltaf jafn almennileg, fór að spjalla við dúddann og spurði hvort hann væri ekki svangur því hún ætlaði sko að bjóða honum að borða. Gamli maðurinn röflaði e-ð sem við skyldum ekki og við drifum okkur út því ég held að Birna hefi verið orðin svolítið smeik við þann gamla.
Annars er bara klikkað að gera í skólanum og ég á mér varla líf. Hlakka til eftir 1/2 ár þá verður þetta allt búið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home