Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Hárlaus fjandi

Fór sem sagt í klippingu í gær, ætlaði aðeins að láta snyrta það en gellan tók helminginn af því. Ég var sko farin að geta mætt ber að ofan á hina ýmsu staði án þess að það sæist í brjóstin á mér (ekki það að þau séu neitt lítil). Get ekki hulið á mér brjóstin með hárinu eins og staðan er í dag (ekki það að þau séu neitt stór). En þetta vex aftur eins og hvað annað sem vex.
Svo er bara djamm þar sem við duttum út úr íslandsmótinu í gær eftir að hafa tapað seinni leiknum á móti Nes. Byrjað strax í kvöld, við stelpurnar ætlum að hittast og skella í okkur pizzu, bjór og hvítu (víni sko). Svo er aldrei að vita hvað tekur við á eftir það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home