Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, apríl 09, 2004

Dugnaður

Miðvikudaginn var sko stuð. Ég og pabbi þrifum alla íbúðina og engin smá þrif það. Eftir að því var lokið áttum við skilið einn kaldan. Ég fór svo út á stett að brjóta flísar til að gera mósaík. Enda veðrið gott og ekki hægt að dúsa inni allan daginn.
Leiðin lá svo heim til Eyglóar þar sem við stelpurnar og kallar einhverra pöntuðum pizzu. Ég og Tóti komumst í ham í playstation og tókum hvern kappaksturinn á fætur öðrum. Ekki leiðinlegt það. Síðan var bara drukkið og haft það gaman og farið til Elsu þar sem hún klikkaði ekki á gestanamminu frekar en fyrri daginn. Þar tók við enn meiri drykkja og gleði.
Ég var reyndar með Kötu í æfingaakstri, margt sem gerist þá. Það var e-r kjelling sem var ekki alveg að fatta hvoru meginn maður á að keyra, kannski var þetta bara breti?! Já maður spyr sig, hún allavega var á öfugum vegarhelmingi og sennilega búin að vera það nokkuð lengi. Síðan fauk æfingarakstursskiltið á bílnum af þannig að mín varð að finna það og gerði það.
Eftir mikið át og fjör hjá Elsu lá leiðin á Kaffi-Ak þar sem ég hafði með mér pizzu og brauðstangir í nesti. Dálítið mikill stemmari í því að vera á kaffihúsi með pizzu og bjór. Konan á pöbbnum var reyndar ekki til í að hita hana fyrir mig en pizzan var góð köld. Sveittur dans var tekinn og mikið slammað kl. 3.45. Þeir eru nefnilega svo ruglaðir þarna dj-arnir því þeir fara að spila alvöru músik rétt áður en þeir fara að loka til að reka fólkið út. Hversu klikk er það? Eftir lætin á Kaffi Ak fórum við Birna og fengum okkur sveitta loku og burger og tókum taxí heim.
Fimmtudagurinn fór ekki í neina þynnku heldur var 4 tímum eytt í fjallgöngu. Ég, Elsa, Eygló og Fjóla fórum upp á topp á Súlum í mikilli þoku, snjó, drullu, bleytu, vindi, sól og blíðu. Við vorum frekar lengi að finna afleggjaran og við vorum næstum því drepnar af truckdriver, enginn smá keyrsla á þessum bílum. Síðan vorum við næstum týndar á toppnum, sáum ekkert í þokunni en við reyndum að fikra okkur áfram og ég er viss um að við höfum fundið e-ð short-cut allavega vorum við snöggur til baka. Eftir að heim var komið lagðist ég í heitt og gott bað og át svo góðan mat með familíunni. Síðan var spilað langt fram á nótt.
Í dag er ég svo að fara í sveitina að kíkja á ömmu og lömbin 3 sem eru komin. Alltaf gott að komst í sveitafíluna, I love it.
Á morgunn fer ég á suðurlandið í skírn og brúðkaup og eftir það liggur leiðin svo í veraHvergi þar sem við ætlum að vera restina af páksafríinu.
Gleðilega páska....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home