Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Svolítið síðan ég skrifaði e-ð síðast. Dísús hvað ég er ófrjó í hausnum núna, veit bara ekkert hvað ég á að bulla núna. Ekki oft sem ég verð kjaftstopp. Ég er núna í vinnunni og veit eiginlega ekki hvað ég á að mér að gera.

Ég var að spá í um daginn þegar ég var að keyra fram hjá tjörninni í RVK að kvöldi til og orðið dimmt. Það var svo skemmtileg birta á tjörninni að ég fór að pæla í því hvernig það væri eiginlega að vera önd eða svanur þarna í þessari birtu. E-n veginn hélt ég að það væri voðalega huggulegt en svo þegar ég keyrði lengra sá ég að svanirnir voru með hausinn á kafi í tjörninni. Þá fór ég að spá hvort að þetta væri þá eins og þegar við mannfólkið erum sofandi og e-r kveikir ljósið í herberginu hjá manni þá verður maður frekar svekktur og breiðir sængina upp fyrir haus. Svo upplifa svanir þetta kannski e-n veginn öðru vísi heldur en endur. Ég gat ekki séð betur en að þær voru alveg að fíla sig þarna á tjörninni.

Á mánudagskvöldið vorum við Grjóni boðin í mat til Svenna frænda og Þóru kærustu hans. Þetta var sko engin venjuleg mánudagsmáltíð. Þetta var helv.... gott lambakjöt með brúnuðum kartöflum salati og sósu og svo karamellu royal búðingur í eftirmat. Gott að fá svona mánudagssteik öðru hverju.
Ég er að hugsa um að hafa e-ð gott í matinn í kvöld er búin að lifa á skyri og núðlum frá því í hádeginu í gær. Kominn tími á e-ð almennilegt.
Við erum svo að fara í Hveró á fös á jólahlaðborð. Mmmm.... hlaðborð þar sem maður getur hrúgað á diskinn sinn fullt af góðgæti, en ætli það verði nokkuð rjúpa þarna : (

Svo eru bara stórtíðindi að gerast í fjölmiðlum. Það er bara sýnt frá blaki í TV um helgina meira að segja í fréttunum það hefur aldrei gerst fyrr. Hvað er eiginlega að ske?? Ekki nema von að maður spyrji sig. Það var sýnt á laugardaginn í fréttum, sunnudaginn í helgarsportinu og svo á mánudaginn, reyndar endursýnt helgarsport.
Nóg komið af bulli

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home