Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, maí 18, 2004

Summer in the city

Ég er byrjuð á fullu að vinna á sambýlinu og líkar það mjög vel. Ég er að fara á námskeið bráðlega til að læra að ganga með blindum og er farin að hlakka mikið til. Það eru bara snillingar sem búa á þessu sambýli og alveg ótrúleg. Fékk hjólið mitt sent suður í dag svo ég get verið dugleg að hjóla í sumar og óska í leiðinni eftir línuskautafélaga. Vona bara að þetta verði ekki mikið rigningarsumar, en hvaða sumar er það ekki í þessari blessaðri borg??
Vona að það verði gott veður til að sprikla í strandblaki í Nautholtsvíkinni og í hakkisakk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home