Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, maí 17, 2004

Rauða mappan

Jæja nú kemur slúðrið Hanne sem þú ert búin að bíða spennt eftir.
Ég byrjaði föstudaginn á að láta tappa af mér um hálfum lítra af blóði svo ég ætti auðveldara með að finna fyrir áhrifum um kvöldið. Þetta trikk virkar alltaf, minna blóð meiri áhrif.... Skora á ykkur að prófa þetta. Þegar ég var orðin svöng og þyrst, eftir tiltekt og hringl, fór ég ásamt Kötu, Birnu og Hörpu í Kjarna til að fá mér/okkur að borða og drekka. Nóg var að bjórnum og við nýttum okkur það svo sannarlega. Við skulum ekkert hafa hátt um það hvað við redduðum okkur mikið af bjór en það var allavega nóg fyrir okkur til að verða vel nettar. Eftir Kjarna fórum við í teiti til Birnu og elduðum okkur pylsur upp úr bjór sem var bara gott. Nóg var til af bjór svo hálfur bjór í pylsupottinn var ekkert til að væla út af. Eftir mikla drykkju og mikið trúnó lá leiðin niður í bæ á sveitta Kaffi Ak. Að vísu fékk ég bónorð e-s staðar þarna í millitíðinni frá e-m manni sem var að bíða í röð eftir miða á tónleika.
Ég mætti á sveitta með rauða möppu sem ég bjóst nú ekki við að myndi draga athygli allra sem voru á staðnum. Allt í einu var hópur fólks farinn að safnast í kringum mig til að sjá fyrir hvaða próf ég var að læra. En þegar menn sáu innihald möppunnar létti því mikið því innihaldið var allt annað en glósur.
Að loknu miklu bulli við fólk fór ég í Natten því Thelma ætlaði að fá sér burger en var ekki lengi þar inni því allt í einu brutust út hellings slagsmál og ég hljóp út þegar ég sá glerflöskur í loftinu og fékk far heim. Svaf í 3 tíma og dreif mig út á flugvöll og í flug alveg úldin úr þreytu.
Horfði á Júró með Sigga bró og co á Selfossi og var mjög ánægð með vinningslagið.
Er að fara að vinnna eftir klukkutíma... heyrumst síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home