Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, maí 19, 2004

Ljósmyndafyrirsæta

Flottur Hebbi, enginn flottari.
Við Grjóni fórum í gær í ísbúðina til hans og keyptum okkur risabragðaref. Kallinn grobbinn með ísinn sinn og bað mig um að láta alla vita að ég hefði fengið stærsta, ódýrasta og besta ísinn ever. Þar hafið þið það og þú líka Hebbi, skilaboðin komin áleiðis. Við Grjóni settumst svo út til að borða ísinn enda sól og blíða. Haldiði ekki að Hebbi hafi ekki bara komið út til okkar með digital vélina sína og spurt hvort hann mætti taka mynd af okkur. Uss.... maður bara orðinn fyrirsæta. Myndina ætlar hann svo að hengja upp á vegg í búðinni sinni. Aldrei að vita nema við fáum atvinnutilboð um að auglýsa ís í kjölfarið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home