Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, janúar 09, 2004

Ég gerðist svo fræg og fór á blakæfingu með stórliði Hamars í blaki. Byrjaði að hita upp með stelpunum eða konunum en var svo rekin af æfingunni og send yfir til kallanna. Þeir eru að keppa í 2. deild og ég held að þeir viti ekki einu sinni hvar þeir standa í deildinni. Þetta var mjög fróðlegt og ágætis upplifun, þvílíkur bjáni sem þjálfarinn þeirra er, ég gat ekki annað en hlegið af honum þegar hann var e-ð að reyna að skipa okkur fyrir. Han vissi minna en ekkert um blak. Ekki nema von að Hamar sé í 2. deild en þá er ég ekki bara að meina út af þessum þjálfara heldur líka leikmönnunum, þeir geta hvorki smassað né tekið almennilega á móti. Það er nú e-ð að hjá þessu liði þegar þeir vilja fá stelpu eins og mig til að keppa með sér þar sem það er næstum ómögulegt fyrir mig að smassa yfir kallahæðina. Spurning hvort þeir ættu ekki bara að finna sér nýja íþróttagrein eða bara betri karlkyns leikmenn.
Jah... maður spyr sig... nei maður spyr sig ekki neitt maður bara veit.
Setti inn link á frænku mína sem fæddist á jóladag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home