Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, desember 21, 2003

Hvað...eru 3 dagar til jóla?
Nú er helgin að verða búin og grár hversdagsleikinn tekur við í einn dag. Ég er búin að redda öllum jólagjöfum nema gjöfinni til Grjóna, ætli ég fari ekki í það núna á eftir svo ég verði búin að því áður en hann kemur norður. Svo er ég bara búin að skrifa tvö jólakort og þau verða nú ekki mikið fleiri en það. Ég er ekki lengur þessi týpa sem nenni að skrifa mörg jólakort, sorry ef e-r er e-ð sár yfir því þá verður bara að hafa það þið vitið allavega hver ástæðan er.

Þá að djamminu. Próflokadjammið var mjög rólegt til að byrja með, ekki voðalega margir úr HA en engu að síður mjög skemmtilegt þegar leið á kvöldið. Það var haldið á Dátanum, skrítið ég hef ekki farið þangað lengi, allavega ekki svona á fimmtudagskvöldi, djö... er maður orðinn gamall, það voru krakkar þarna úr MA og VMA og sennilega úr Gagganum líka. Ég er alveg viss um að það voru allavega ekki allir komnir með aldur til að vera þarna inni. Dátinn lokaði svo kl. 1.30 og þá var fólkið sko ekki tilbúið til að fara heim að sofa, þannig að ég og mínir félagar redduðum okkur eftirpartýi. Það var frekar rólegt, engin músik, enginn öl og húseigandinn var ælandi inni á baði meðan við hin vorum að spila actionary. Reyndar gaman að prófa að fara í svona partý hef allavega aldrei stoppað eins stutt í eftirpartýi eins og þetta kvöld.
Föstudagurinn fór í rólegheit heima fyrir framan TV í lazy-boy og með malt.
Í gær fór ég í sveitina til ömmu að hjálpa henni aðeins að gera fínt fyrir jólin, alltaf gaman að geta gert góðverk og ég tala nú ekki þar sem jólin eru að koma og til að tryggja það að ég fái í skóinn, reyndar hef ég bara fengið táfílu í dálítið mörg ár.
Svo um kvöldið var partý hjá bæði Elsu vinkonu og Asiu blakara. Þannig að það var á nógu að taka. Var keyrandi og bara í jólagírnum og komin heim um 1.30. Skutlaði liðinu í Sjallann svo það gæti dansað kjölturdansa alla nóttina og kannski dansað við Jóla-hjól inn á milli. Sálin var sko að spila og hún er nú ekki hressasta dansiball-hljómsveitin nema kannski fyrir fólk sem er að leita sér að kjölturdansfélag og kannski e-u meira. Veit allavega um nokkur pör sem hafa orðið til á Sálarballi, þarf samt ekki að nefna nein nöfn.

Sá e-r fréttablaðið í gær?? Dþað var mynd af kalli á Alþingi, Grétari Mar Jónssyni varaþingmanni, að taka President í nefið sem er fyrir þá sem ekki vita ólöglegt neftóbak. Þetta er alveg rosalegt með þessa kalla þeir brjóta lög alveg hægri-vinstri, t.d. gerðist einn maður svo frægur að keyra fullur og vera tekinn af löggunni. Þið vitið þessi nýi í framsókn, reyndar gömul frétt en allt í lagi að hafa hana með.
Hvar endar þetta?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home