Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, apríl 11, 2005

Áfram Latibær

Þá er helgarfríið greinilega búið og allt komið á fullt aftur í lokaverkefninu.
Helgin var stórfín, fór suður á föstudeginum og lá uppi í sofa allt kvöldið og horfði á TV. Vaknaði snemma á lau-morgun til að vera spræk í leiknum á móti ÍS. Léttur leikur það og tók stutta stund. Fór svo í Kringluna og ætlaði að reyna að finna e-ð fallegt útskriftardress en ég var bara ekki að sjá neitt svo ég endaði bara með því að kaupa rúmlega hálft kíló af nammi í staðinn. Um kvöldið var ég mjög dugleg og lærði til að verða miðnætti þá fór ég niður í bæ að hitta Grjóna sem hafði verið að spila í afmæli. Við kíktum á nokkra staði og ótrúlegt hvað fólk er duglegt við að standa í röð í grenjandi sliddu og skítaveðri. Ekki voru við að nenna því og vorum komin bara frekar snemma heim. Á sunnudeginum fór ég svo í Smáralindina í góðri von um að finna e-ð fallegt útskriftardress en allt kom fyrir ekki og ég endaði búðarápið með því að kaupa mér bol því ég á aldrei nóg af þeim. Kíktum svo á þrótt-HK leikinn. HK var alveg að kúka á sig í síðustu hrinunni og allir að reyna að hvetja þær áfram þegar það heyrðist í einum litlum Áfram Latibær!!
Á morgun verður dregið í undanúrslit og þá er bara að krossa fingur.

2 Comments:

  • At 11 apríl, 2005 22:44, Anonymous Nafnlaus said…

    Er ekki sens ad finna eitthvad smart og odyrt i Mexico.... tad kannski full seint

    Kv. Kata

     
  • At 12 apríl, 2005 08:18, Anonymous Nafnlaus said…

    Það hlítur að vera þar sem í einu mollinu eru ekki nema 250 búðir. Spurnig hvort fötin séu hönnuð á anorexiur eða e-r enn mjórri. Þannig að ég er svona að eins að kanna þétta hér.

     

Skrifa ummæli

<< Home