Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, desember 14, 2004

Suður í stuðið

Ég er að fara í síðasta prófið á eftir og flýg svo í borgina í kvöld. Búin að skreyta allt, skrifa nokkur jólakort og búin að kaupa allar jólagjafir nema tvær. Þeim redda ég fyrir sunnan. Á morgun byrja ég svo að vinna og kemst vonandi í jólaskap við að bera út póstinn. Er svo að vonast til að komast á e-ar æfingar, maður verður jú að halda sér í formi yfir jólin ekki satt? Reyndar vitum við ekkert hvenær næstu leikir eru því það er búið að raða þeim niður. Endalaust skipulag hjá blaksambandinu og duglegir menn þar í störfum.
Annars er ekkert að frétta af mér, engar uppgötvanir og ekkert rugl í gangi þessa dagana.

Ætli svín séu með svitakirtla??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home