Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, mars 21, 2005

Árshátíðin

Suss þvílíkt og annað eins stuð sem hún var. Við Lubba mættum í fyrirpartý hjá þrótturunum og skelltum í okkur nokkrum köldum. Mættum svo kátar og hressar á árshátíðina og hittum HK-gellurnar. Settumst með þeim á borð þrátt fyrir að það var búið að taka frá borð fyrir okkur hjá þrótti. Ég var reyndar ekki lengi að skipta um borð því ein HK- gellan sem ég sat við hliðina á var alveg piss og ég var bara hrædd við hana. Hún hellti ekki nema úr tveimur rauðvínsglösum á 10 mínútum og í bæði skiptin náði hún að hella á e-n, þurrkaði sér um munninn með sjalinu mínu o.fl. Maturinn var ljómandi góður og strax eftir að við Lubba vorum búnar að kyngja síðasta bitanum lá leiðin á barinn og dálítið oftar ein einu sinni. Við vorum alveg að standa okkur í drykkjunni eins og flest allir hinir ; )
HK stóð sig vel við að reyna að fá okkur Lubbu til að hafa félagsskipti í haust. Þær fengu okkur til að skrifa nöfnin okkar á servíettu og skrifuðu svo eftir á að þetta hefði verið félagaskiptablað. Við lofuðum sem sagt að spila með HK frá 2005-2010, mæta í öll partý og ekki hafa nein félagsskipti á tímabilinu. Einu skilyrðin sem ég setti var að ég fengi sexuna og svo var mér lofaður bolti. Eins gott að það verður staðið við þetta allt saman!
Sunnudagurinn fór svo allur í þynnku en ég er öll að koma til. Langt síðan ég hef verið svona ógeðslega ónýt og ég hugsa að ég verði það ekki aftur í bráð a.m.k.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home