Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, febrúar 19, 2005

Deildarmeistarar!

Jæja jæja þá finnst mér vera komin tími til að blogga smá, ekki mikið samt.
Það var ljóst á mánudaginn síðasta að við í KA værum orðnir deildarmeistarar, þökk sé stelpunum í HK því þær unnu Þrótt RVK 3-0 þannig að Þróttur gat ekki náð okkur. Við tókum svo á móti dollunni í dag eftir leikinn við Þrótt RVK. Þannig að kvöldið fer bara í það að fagna titli. Við í liðinu borðuðum góðan mat og ætlum svo í pottinn með nokkra kalda og svo e-ð út á lífið. Ekki oft sem þessir sveitalubbar koma í borgina svo maður verður að sýna þeim helstu staðina.
Vika eftir í verknáminu og svo er ég farin norður í lokaverkefnið. Magnað þegar það verður búið því þá styttist óðum í útskriftarferðina til Mexiko, tvær vikur með öllu inniföldnu. Við Grjóni vorum reyndar hætt við að fara en ákváðum að bíða aðeins með íbúðarkaup þar sem verð á íbúðum tröllríður öllu og ætlum að drífa okkur í ferðina. Alltaf hægt að kaupa sér íbúð en ekki á hverjum degi sem manni býðst að fara til Mexico í tvær vikur og borða og drekka eins mikið og maður vill og líka frítt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home