Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, janúar 14, 2005

Vá hvað tíminn líður hratt. Tvær vikur í verknáminu eru búnar og bara 1 1/2 mánuður eftir. Lokaverkefnið er svo allt alveg eftir en ég vona að við getum farið að byrja á því sem fyrst.
Fyrstu leikirnir hjá okkur eftir áramót eru í KA-heimilinu við Þrótt-Nes. Fyrri leikurinn er kl.17 á lau og seinni á sun kl.13. Ég fékk ekki flug í dag svo þetta verður mjög stutt stopp á eyrinni í þetta skiptið, fer norður í fyrramálið og suður aftur á sun kvöld.
Árgangurinn minn í Gagganum er kominn með blogg http://blog.central.is/argangur1980/ og verið er að fara að byrja undirbúning fyrir útskriftarafmælið á næsta ári. Spennandi spennandi að hitta allt liðið aftur.
En jæja bæ bæ og góða helgi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home