Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, júní 14, 2008

Menningarsjokk

Komum heim frá Orlando í gær eftir frábæra ferð með allri familíunni. Það var æðislegt veður, um 35° alla dagana. Það sem við gerðum var að:
  • liggja í sólbaði
  • kíkja í Sea World
  • versla slatta
  • hafa það rólegt og gott
  • trúlofa okkur

Ég fór svo í bónus í dag og fékk mikið menningarsjokk. Þar komst ég að því hvað við Íslendingar erum miklir ruddar. Allir að troða sér og með þvílíkan yfirgang. Úti baðst fólk afsökunar ef það þurfti að komast framhjá manni. Ekki séns að fólk geri það hér, heldur ýtir það við hvort öðru þar til það kemst leiða sinna. Óþolandi fjandi...

2 Comments:

  • At 16 júní, 2008 18:40, Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með trúlofunina;)
    Heyrumst
    Björg

     
  • At 18 júní, 2008 08:48, Anonymous Nafnlaus said…

    Ójá, þarft nú ekki að fara allaleið til Ameríku til að sjá hvað Íslendingar eru miklir dónar... þetta er skelfilegt ástand!

    En eins og ég sagði á síðunni okkar góðu... innilega til hamingju með hringana og nú styttist alveg klárlega í brúðkaup :-)

     

Skrifa ummæli

<< Home