Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, desember 09, 2007

3-1 sigur

Vorum að keppa í dag við Þrótt-rvk sem er eiginlega fyrsti leikurinn minn í deildinni í vetur, svona fyrir utan það að passa pláss á bekknum í einum leik. Ég spilaði á miðjunni sem ég hef ekki gert síðan ég var unglingur og lítið sem ekkert smassað úr þeirri stöðu síðan. Frekar lítið (a.m.k. fyrir mig) að gera á miðjunni nema hoppa í blokk og þykjast ætla að smassa sem á ekki alveg nógu vel við mig. Ég er nú samt ákveðin í að gefa þessari stöðu smá séns, æfingin skapar jú meistarann. Allt betra en að verma bekkinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home