Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, maí 17, 2008

Makedónía og greddumóða

Þvílíkt ferðalag að ferðast til Makedóníu. Flugum frá Íslandi til Köben, Köben til Búdapest og Búdapest til Skopje. Lögðum af stað 5.30 og vorum komin á leiðarenda um 1.
Fengum fínan tíma í Búdapest til að kíkja í bæinn og auðvitað náði ég að kíkja í tvær búðir þar á meðal H&M. Tókum taxa í bæinn og það er sko ekki hægt að tala um umferðarmenningu þar á bæ. Þvílík geðveiki, allir á flautunni og fólk að reyna að henda sér fyrir bíla, a.m.k. einn kall. Hef aldrei á ævinni séð neinn hlaupa eins hratt aftur á bak eins og þennan gaur sem tókst næstum því að henda sér fyrir taxann okkar.
Hótelið okkar í Skopje var fyrir ofan bæinn í trjávöxnu fjalllendi með nokkrum útskotum. Þegar við vorum að keyra þangað um kvöldið/nóttina sáum við bíl sem hafði verið lagt í einu af útskotunum fullan af móðu. Eftir því sem við keyrðum ofar því fleiri bíla sáum fulla af móðu og í þeim fór fram sem gift fólk veit bara hvað er. Við urðum frekar hissa að sjá þetta en okkur datt helst í hug að þetta væri Öskjuhlíð Makedóna, þvílíkir dónar ;) Þegar við vorum komin á hótelið spurðum við hvað væri um að vera í hlíðinni. Þá sagði einn okkur að þarna væri fólk að vinna á þrískiptum vöktum.... Við vissum ekki alveg hvort við áttum að trúa því og ákvaðum því að spyrja fleiri og við fengum mjög misvísandi svör.
Það var skrítið að fara á æfingu í íþróttahúsinu þar sem það angaði af sígarettufílu og ekki skánaði það þegar við kepptum. Dómararnir reyktu á milli hrina og áhorfendur allan leikinn. Stemmningin í höllinni var gríðarleg og talsvert fleiri áhorfendur heldur en á blakleik á Íslandi. Fyrri leikurinn var afar slappur hjá okkur, m.a. vegna flugþreytu, en seinni leikurinn var mjög góður þrátt fyrir annað 3-0 tap. Þeir fundu ekki þjóðsönginn okkar fyrir seinni leikinn þannig að við reddum því með því að syngja hann sjálfar.... þvílík gæs og stemmning sem skapaðist í liðinu. Skvísurnar í Makedóníu liðinu eru ekki að æfa nema frá 7-14 x í viku meðan við erum að æfa 4x svo það var smá getumunur en hæðarmunurinn var enn meiri.
Kíktum í smá bæjarferð einn daginn sem var mjög gaman. Verð samt að segja að Búdapest heillaði mín mikið meira en Skopje enda að mínu mati mjög aðlaðandi borg fyrir utan umferðarmenninguna.
Síðasta kvöldið mitt úti (sunnudag) kíktum við út á lífið og þvílík gestrisni. Þegar við mættum á einn pöbbinn var komið með 1 1/2 líter af vodka og stuttu seinn aðra flösku í boði hússins. Svo þar sem Elsa átti afmæli var komið með kampavín og blys fyrir okkur. Þetta var bara snilld bæði kvenna- og karlaliðið var á staðnum auk karlaliðs Kýpurs þar sem þeir voru að keppa á móti Makedóníu á sama móti. Við vorum komin heim um 2 og ég átti flug heim 5 svo það var ekkert sofið þá nóttina. Ég flug eins til baka eins og út. Nema á bakaleiðinni hafði ég 4 tíma í Köben og ætlaði mér að nýta þá í botn í Fields. Ég dreif mig með fyrstu lest en þegar ég kom í Fields var lokað, svo ég ákvað á kíkja á Strikið. Nei nei...þá var allt lokað þar líka nema einhverjar souvenir búðir. Frekar svekkjandi en ætli það sé ekki vaninn að hafa allt lokað Annan í hvítasunnu? Ég rölti því í rólegheitum um Strikið og kíkti svo á Istergade og varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá allar hórurnar. Þær voru nefnilega ekki þar þegar ég bjó úti 2001 svo ætli Istergade sé ekki orðin eins og hún var í den, sóðaleg.
Mikið var svo gott að koma heim og geta knúsað gullin mín þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið langur tími sem ég var í burtu þá gat ég ekki beðið eftir því að komast heim og knúsað þau.
Annars var þetta frábær ferð í alla staði!!

3 Comments:

 • At 20 maí, 2008 08:31, Anonymous Nafnlaus said…

  já við verðum að spyrja Lóu hvað fólkið í bílunum var að gera...

  Annars velkomin heim, alltaf gott að skreppa aðeins til útlanda. Þú tekur bara gullin þín með þér næst :-)

   
 • At 21 maí, 2008 22:02, Anonymous Nafnlaus said…

  Já nákvæmlega! Ef e-r veit hvað fór fram þarna í hlíðinni þá er það Lóa og hitt gifta fólkið.

   
 • At 27 maí, 2008 15:44, Anonymous Nafnlaus said…

  Hehe;) Snilldarferð Karen:) Reykingar inni í íþróttahöll! Allt er nú til;) Og það verður nú langt þangað til einhver fær gefins 1 og 1/2 líter af vodka á íslenskum bar! Engin smá upplifun;) Gott að allt gekk vel og að þú sért komin heim heil á húfi:)

   

Skrifa ummæli

<< Home