Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, maí 02, 2008

Breyttir tímar

Það er ekkert smá mikið að gera eftir að ég kom úr fæðingarorlofinu. Skil ekki þegar fólk segir að það sé ekkert frí að vera í fæðingarorlofi. Ég er búin að vinna í tvo daga og farið svo á æfingar á kvöldin, þannig að ég sé varla fjölskylduna mína og hef ekki tíma til neins sem ég hafði meðan ég var í orlofi. Það er frí að vera í fæðingarorlofi, núna hrannast upp þvottur og enginn tími til að ryksuga né vaska upp. Í orlofinu gat ég bara valið mér hvaða tíma sem var til að sinna þessum verkum. Núna getur maður bara notað helgarnar til að gera e-ð skemmtilegt eða þær fara í uppvask, þvott og önnur heimilisstörf en fyrir 3 dögum gat ég gert e-ð skemmtilegt alla daga.

2 Comments:

  • At 03 maí, 2008 23:16, Anonymous Nafnlaus said…

    Kannski varst þú bara svona heppin með hana Sunnu! Held t.d. að Birna hafi ekki fundist hún vera í miklu fríi í sínu orlofi þar sem Mikael var sífellt veikur og svaf lítið. Mitt fæðingarorlof fór í mín eigin veikindi í kjölfar þess að eignast barn og seint mun ég kalla þann tíma frí!

     
  • At 05 maí, 2008 20:57, Anonymous Nafnlaus said…

    Ég var ekkert kannski heppin með Sunnu, ég var mjög heppin! Við höfum þurft að hafa mjög lítið fyrir henni frá því að hún fæddist.

     

Skrifa ummæli

<< Home