Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, desember 17, 2007

Dularfullt frímerki

Fór um daginn í Úlfarsfell að kaupa frímerki til að henda jólakorti í póst. Ég sleikti vel aftan á frímerkið og reyndi að festa það á umslagið en ekki tókst það. Ég sleikti því enn betur og ýtti enn fastar á frímerkið svo það myndi festast en ekkert gerðist. Mér fannst þetta orðið ansi furðulegt og skoðaði því frímerkið aðeins og fannst það e-ð þykkara og stærra en venjulegt frímerki og ekkert viðbjóðslegt límbragð af því þegar ég sleikti það. Ég labbaði því að afgreiðslumanninum og sagði honum að þetta væri nú e-ð dularfullt frímerki. Hann hló þá að mér og rétti fram lófann, ég rétti honum rennandi blautt frímerkið og hann segir þú gerir bara svona og þá var þetta Svo segir hann mér til mikillar hughreystingar: Þú ert nú ekki sú fyrsta sem lendir í þessu!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home