Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, nóvember 05, 2007

Norðurferð

Þar sem pabbi ætlar að halda upp á afmælið sitt um helgina ætlum við fjölskyldan að skreppa norður. Við mæðgur fljúgum á fimmtudaginn og ætlum að stoppa í viku og Grjóni kemur svo um helgina. Langt síðan við vorum fyrir norðan svo það verður gaman að hitta alla.

Um síðustu helgi var fyrsti leikurinn okkar í deildinni. Við spiluðum á móti Þrótti RVK og unnum þær auðveldlega 3-0. Mín fékk aðeins að kíkja inn á og prófa, sem var bara dálítið skemmtilegt, sérstakalega að klára síðasta stigið með einni góðri bombu í gólf :) Jájá þetta fer vondandi allt að koma hjá gömlu.