Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, mars 08, 2007

Myndataka

Vorum í bumbumyndatöku í gær hjá Jóa ljósmyndara og þegar ég fæ myndirnir skal ég henda nokkrum inn.

Ljósan kíkti á okkur í gær og leist svona glimrandi vel á gang mála. Krílið okkar stendur á haus og er mikið á hreyfingu, duglegt við að múna og reyna að pota táslunum sínum í gegnum kviðinn. Styttist óðum í krílið en samt er svo langt að bíða. Mér er farið að líða eins og barni sem er að bíða eftir jólunum eða afmælinu sínu.

Er e-r sem á eða veit um e-n sem á svalavagn sem vantar að losna við hann fyrir ekkert eða lítið? Þá megið þið endilega láta mig vita.