Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, desember 08, 2006

Módel og friðarsinni

Fórum í 20 vikna sónarinn í dag og það fyrsta sem við sáum var að krílið okkar setti upp peace merki með fingrunum, ekkert smá flott. Síðan horfði það beint á okkur og spjallaði þessi ósköp eða kannski var það bara að syngja eða geyspa. Hjúkkan vildi meina að þetta væri flott módel sem við eigum og við erum sko sammála því og fengum myndir með okkur heim. Hún sagði líka að allt liti vel út og væri eins og það ætti að vera :)
Hjúkkan skrifaði svo niður kynið á miða sem við geymum vel í lokuðu umslagi.
Áætlaður fæðingardagur er 27. apríl.

mánudagur, desember 04, 2006

Dugnaður

Tónleikarnir voru ansi fínir á föstudaginn.
Á laugardaginn var svo farið í laufarbrauð þar sem við gerðum 40 stk. fyrir okkur tvö (þrjú) enda langt til jóla svo það er engin hætta á að þetta verði ekki nóg.
Sunnudagurinn fór svo í það að laga til, erum loksins búin að losa gestaherbergið svo við getum verið með næturgest(i). Þvílíkur munur að vera laus við allt draslið þar inni, verkfæri, flísar, húsgögn, skó, hurðir, spegla o.fl. drasl. En baðið er ekki enn til :( Annars er pleisið bara að verða nokkuð fínt og ég tala nú ekki um eftir að við settum upp jólaljós.

Stefnan er tekin norður á jóladag ef veður og færð verður góð og við ætlum að vera fram yfir áramót. Er farin að hlakka mikið til að komast norður, var þar síðast um versló svo kannski kominn tími til að láta sjá sig þar.