Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

sunnudagur, júlí 30, 2006

Sílikon....nei ég er bara 16!

Þvílík snilld sem gærdagurinn var. Við byrjuðum daginn snemma og skelltum okkur í laugina með liðveilsuna. Best að stimpla sig inn snemma til að fá meira borgað og vinna svo yfirvinnu. Um kvöldið var svo grill hjá Jóhönnu og Nonna þar sem við vinkonurnar og nokkrir makar hittumst og heltum í okkur nokkrum köldum. Liðveilsan hélt áfram fram eftir nóttu. Toppurinn á kvöldinu var þegar 16 ára stelpa lét sjá sig í partýinu til að fá að hringja þar sem hún var læst úti. Hún ætlaði bara að fá að hringja en bað svo um blað og penna, fékk að pissa og vildi svo láta skutla sér. Henni var boðið skutl ef hún myndi sýna á sér brjóstin. "Nei eru þið e-ð klikkuð?? " "Bíddu ertu ekki með sílíkon?" "Eh... sílikon nei ég er bara 16 og svo hef ég ekkert efni á því" Klikkaða komst svo að því að þetta voru engin sílikon og lét hana alveg vita af því. Hún sem var orðin svo stolt af brjóstunum sínum. Enduðum svo á Amor þar sem liðveislunni lauk þann daginn. Mæli með því að hafa með sér grillaðan kjúkling og pylsur með á djammið. Natten er alltaf til í að hita það upp fyrir mann í öbbunni ;)