Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Bingó í Vinabæ

Við Grjóni kíktum á bingó í Vinabæ um daginn. Ákvaðum að gera okkur glaðan dag sem varð reyndar hér um bil að martröð. Bingóið byrjaði kl.20.30 og við mættum á staðinn eins og algjörir aular. Greinilegt að þetta var ekki eins og bingóið í Lóni hér forðum daga. Þetta var peningabingó þar sem spilaðar eru 12 umferðir. Við hermdum bara eftir fólkinu sem var á undan okkur í röðinni og keyptum allar umferðirnar. Svo byrjaði fjörið, kona sem las upp tölurnar sem birtust svo á sjónvarpsskjá þannig að það var lítil þögn í salnum, allir að tala saman og ég að fá upplýsingar hjá sessunaut okkar um hvernig þetta allt saman virkaði. Síðan var hrópað bingó og þá kom kona á harðahlaupum með hljóðnema og las upp númerið á spjaldinu þar sem var bingó og það staðfest á skjánum. Allt saman mjög sérstakt svo ég tala nú ekki um fólkið á bingóinu, flest allt eldra fólk sem hafði gríðarlegt úthald. Engin pása og bingóinu lauk ekki fyrr en 23.30. Þannig að við vorum 4 tíma í bingói eða hálfan vinnudag miðað við 8 tíma vinnudag. Mæli samt með þessu, en kannski bara að spila 6 umferðir það er alveg nóg.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Norðurferð

Þá er komið að því að skvísan láti sjá sig á norðurlandinu góða. Fæ far norður í kvöld og fer aftur suður á sunnudaginn þannig að þetta verður ágætis stopp.
Spurning hvort maður taki upp skíðin og kíki á Andrés svona að gömlum sið. Svo er aldrei að vita nema það verði stemning til að taka upp einn, tvo kalda. Konni frændi ég treysti á þig, var allavega að heyra að þú værir duglegur um helgar ;)
Sjáumst fyrir norðan!!!

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Myndir frá Englandsferðinni

Fríða var svo dugleg að taka myndir, eða reyndar var það Mikki. Fríða allavega setti þær inn og ég gaf mér það leyfi að setja slóðina inn.
http://pg.photos.yahoo.com/ph/frida_sig/my_photos

sunnudagur, apríl 16, 2006

Heathrow

Ta erum vid maett a Heathrow ad reyna ad drepa timann. Ansi mikid stud i Leatherhead, Kiktum til London i verslunarferd tar sem tad var spredad "sma" og hitt Eyglo og Binna. Spiludum 4 aefingarleiki vid enska landslidid sem gekk misvel. Unnum eina hrinu i dag a moti teim og tad var bara gaman!
Sidan bidur paskaeggid eftir mer tegar eg kem heim. Kannski kemur meiri ferdarsaga, se til.