Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Leatherhead

Þá styttist óðum í Englandsferðina. Förum út á fimmtudaginn og ég er bara farin að hlakka pínu til. Þetta verður sennilega eina ferðin sem ég fer út á þessu ári. Ég ætla að reyna að hitta Eygló, Binna og Kötu úti í London og fara með þeim út að snæða á fimmtudaginn en við í liðinu verðum sóttar á völlin og keyrðar til Leatherhead.
Ætlaði að kaupa mér páskaegg í fríhöfninni og hafa með út þar sem við fljúgum heim á páskadag en þar sem ég stalst í eitt í gær eftir 7 vikna nammibindindi veit ég ekki hvað ég geri. Fannst súkkulaðið sjálft ekkert spes en innihaldið var sko gott. Ég held ég hafi troðið því oní mig eins og ég væri búlimíusjúklingur. Er komin aftur í nammibindindi allavega fram að páskum ;)

Til hamingju með afmælið Lóa!!

Gleðilega páska!!!