Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

þriðjudagur, mars 07, 2006

já já

Helgin var alveg kreisí. Vorum á fimm æfingum á þremur dögum en þær voru mjög skemmtilegar og gengu vel. Síðan er England með landsliðinu um páskana, spilum æfingaleiki þar. Ég sem átti ekki von á því að ég færi neitt út þetta árið.
Ég fékk skemmtilega hringingu á laugardagsnóttina frá Birnu beib og Kötu kappa. Þær voru aðeins að tjútta og svo stuttu seinna hringir Konni frændi í mig. Þegar þau þrjú eru að djamma saman þá hringja þau alltaf í mig, greinilegt að þau geta ekki skemmt sín án mín ;)