Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, nóvember 12, 2005

Stígvélin og martröðin

Já já þá er maður komin í Hveró. Er að fara á dansiball þar sem Hitakútur mun trilla lýðinn. Fór í Kringluna með múttu í gær og keypti mér geggjuð stígvél, veit ekki alveg hvort ég sé með fulla geðheilsu eftir það. Þegar ég var komin með pokann með skónum í hendurnar fékk ég einkennilega tilfinningu í hjartað og fékk næstum því martröð í nótt um nýju stígvélin. Þannig að best að spreyja aðeins á þau sílikoni til að verja þá, kannski ég ætti að vera ber á ofan við það, hver veit hvað gerist þá ;)

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Eymsli

Ég er næstum enn að drepast í rassgatinu eftir föstudaginn þegar Nes-stúlkur tóku okkur gjörsamlega í þurrt. Þetta var mesta niðurlæging sem ég hef upplifað í langan tíma eða janfvel á allri minni ævi. Við gáfum þeim 40 stig í leiknum sem eru næstum því 2 hrinur og leikurinn endaði 3-0. Leikurinn á laugardeginum var skemmtilegur og spennandi en hann endaði 3-2 fyrir Nesó og þá gáfum við þeim 50 stig og þær okkur 40. Við vorum allar að spila vel og ég fékk að spreyta mig á miðjunni sem ég hef ekki gert í alvöru leik síðan ´98 eða e-ð álíka.
Á laugardeginum gerðumst við Grjóni svo menningarleg og drifum okkur í leikhús á Blóðberg sem er sýnt í Loftkastalanum og er stórskemmtileg sýning. Síðan kíktum við á útgáfutónleika hjá Ylfu Idol sem voru mjög góðir og stelpan búin að bæta sig helling og með góða hljómsveit með sér. Síðan fórum kíktum við í bæinn og Beggi með okkur. Byrjuðum auðvita á Celtic og þar sáum við margt framandi, tvær gellur sem voru næstum því límdar saman á kjaftinum á dansgólfinu. Síðan lá leiðin á Kofann þar sem ég fékk aldeilis skemmtilega móttöku frá dyraverðinum hann bara hrissti höfuðið og sagði nei... ekki ert þú komin... þannig að ég kíldi hann laust í öxlina og sagði honum að ég væri alveg róleg... þannig að hann þakkaði fyrir það og glottið hvarf af andlitinu. Það er nefnilega saga að segja frá þessu öllu en til að gera langa sögu stutta þá vorum við Gása nefnilega þvílíkt að rugla í manninum eftir HK-partýið góða eða Tópasdjammið ; ) og hann greinilega er ekki búinn að gleyma því.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Smá djókur

Einn daginn fór gömul kona með fulla tösku af peningum í banka.Við afgreiðsluborðið sagði hún að hún vildi bara tala við bankastjórann, um að opna sparireikning: ''þetta eru miklir peningar, þú skilur.''Eftir langar rökræður var konunni fylgt til bankastjórans -viðskiptavinurinn er konungur!!!Bankastjórinn spurði um upphæðina sem konan vildi leggja inn. Hún sagði honum að það væri um 50 milljón evrur að ræða. Hún tæmdi töskuna fyrir hann. Auðvitað varð bankastjórinn forvitin um hvaðan allir þessir peningar kæmu.´´Kæra frú, það kemur mér á óvart hversu mikla peninga þú hefur - hvernig stendur á því?´´Gamla konan svaraði honum ´´ Mjög einfalt. Ég veðja!''´´Veðjar?'' spurði bankastjórinn, ´´hvers konar veðmál?''Gamla konan svaraði:´´Jah, allt mögulegt. Til dæmis, veðja ég við þig, uppá 25.000 evrur að eistun á þér séu ferköntuð!´´Bankastjórinn fór að hlæja og sagði: ´´Það er fáránlegt! Á þennan hátt getur þú aldrei unnið svona mikla peninga.´´Jæja, eins og ég sagði áðan, þá er það á þennan hátt sem ég vinn mér inn peningana. Ert þú tilbúin til að taka þátt í þessu veðmáli?´´´´Auðvitað!´´ svaraði hann. Það voru jú miklir peningar í húfi.´´Ég veðja semsagt 25.000 evrum uppá að eistun á mér séu ekki ferköntuð.´´Gamla konan svaraði:´´ Samþykkt, en þar sem þetta eru miklir peningar, má ég þá koma við á morgunn, klk 10:00 með lögfræðinginn minn, svo að við höfum líka vitni?´´´´Auðvitað!´´ Bankastjórinn samþykkti.Um nóttina var bankastjórinn frekar taugaóstyrkur og skoðaði ýtarlega á sér eistun, tímunum saman. Fyrst öðrumegin svo hinumegin. Að lokum með hjálp einfalds prófs varð hann 100% öruggur. Hann myndi vinna veðmálið, alveg viss!Morguninn eftir kom gamla konan, klk 10:00 í bankann með lögfræðinginn sinn.Hún kynnti mennina tvo hvor fyrir öðrum og endurtók veðmálið uppá 25.000 evrur.Og uppá nýtt samþykkti bankastjórinn veðmálið að eistun á sér væru ekki ferköntuð. Eftir það bað hún hann um að taka niður um sig buxurnar til að skoða málið (punginn) einu sinni.Bankastjórinn tók niður um sig buxurnar, gamla konan kom nær, skoðaði punginn í rólegheitum og spurði hann varlega hvort hún mætti koma við eistun.Mundu eftir að það eru miklir peningar í húfi.´´O.K.´´ sagði bankastjórinn öruggur. ´´ Þetta er 25.000 evra virði og ég skil vel að þú viljir vera viss. Þá kom konan enn nær og hélt eistum mannsins í lófa sér.Þá tók bankastjórinn eftir því að lögfræðingurinn var farinn að berja hausnum á sér við vegginn.Bankastjórinn spurði konuna:´´ Hvað er að lögfræðingnum þínum?´´Hún svaraði: ´´ Ekkert, ég veðjaði við hann, uppá 100.000 evrur að ég skildi í dag kl 10:00 hafa eistu á bankastjóra í hendi mér.