Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, ágúst 20, 2005

Íslandsmeistaratitillinn varinn

Þá erum við Birna búnar að hampa dollunni annað árið í röð í strandblakinu. Reyndar var ekki dolla þetta árið heldur mjög flottur og öðruvísi skúlptur úr hestaskeifum, blakari með blakbolta. Í verðlaun voru einnig árskort í Iceland spa & fitness og gasgrill. Þannig að núna fer maður að taka inn stera og gerast vaxtarræktartröll og grilla sterakjöt. Karen steri... hljómar reyndar ekki eins vel og Magga steri. Jæja ég kannski sé til með sterana.
Stefnan er svo að kíkja í bæinn á menningarnótt, allavega skoða flugeldasýninguna sem var geggjuð í fyrra.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Skemmtilegt símtal

Síminn hringir og ég svara Karen.
Þá er sagt með hressri röddu hæ hvað segir þú gott?
Ég segi allt fínt og var svona að reyna að átta mig á því hver þetta væri því ég kannaðist hvorki við símanúmerið eða röddina.
Þá segir manneskjan þetta er víst vitlaust númer en takk fyrir góð svör.
Ég er svona að pæla í því hvort það hefði skipt máli ef ég hefði sagt ég segi allt ömulegt, allt fúlt eða ég segi ekkert? Ekki gott að segja... En ég hafði gaman að þessu því það er svo oft þegar fólk hringir í skakt númer að það skellir bara strax á. Kannski maður ætti að tileinka sér þessa aðferð, spjalla smá og skella svo á.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Ítalska mafían

Ég var á gangi í grenjandi rigningu áðan niður í bæ þegar
bílhurð opnaðist og kallað var út help I´m lost. Ég stoppaði og út kom Ítali sem líktist meira Osama bin Laden og spurði hvort ég vildi ekki fá addressuna hjá sér svo ég gæti sent honum póstkort. Greinilega ekki lengur tíndur. Ég sagði við hann að ég væri að drífa mig og á meðan krotaði hann addressuna sína á blað og lét mig hafa. Hann spurði hvort ég vildi ekki kíkja á sig í vikunni eða koma til Ítalíu í heimsókn til sín. Ég vissi ekki í hvern fjandan ég var komin í þar sem ég ætlaði nú bara að vísa honum til vegar. Þannig að ég hljóp frá honum áður en hann náði að faðma mig og kyssa mig á báðar kinnarnar.
Best að rjúka til að kaupa póstkort ; ) hehehehe.....
Fáranlegt alveg hreint.

Svo styttist í:
-Íslandsmótið í blaki sem er á laugardaginn. Vona að það verði rigning og rok eins og í fyrra (sagt með kaldhæðni)
-Hittingur hjá bekknum mínum sem er á föstudaginn
-Menningarnótt sem er á laugardaginn
-Nígeríu ferðina sem verður um mánaðarmótin ágúst-sept. Hlakka mest til flugsins sem er ekki nema 12 tíma flug frá London (sagt líka með kaldhæðni)

mánudagur, ágúst 15, 2005

Furðulegur fjandi

Þetta er dálítið dulafullt... tölvan mín hér heima vill bara ekki sýna mér bloggsíðuna mína. Tókst það í dag í gegnum blogger.com en get ekki farið með því að nota slóðina. Hvurning stendur á þessu??

Annars er ég að verða fjandi góð í fótbolta. Við spiluðum fótbolta á fjölskylduhittingnum þar sem norðanliðið var á móti sunnanliðinu. Ég var á móti Grjóna og tengdafólkinu mínu og var þokkalega búin að láta þau vita að þau ættu ekki séns í okkur í norðanliðinu. Haldiði ekki að stelpan hafi bara skorað þrennu!! og auðvita unnum við : )

Horfið blogg

Ja hérna hér, ég fékk þá frétt að bloggið mitt væri bara horfið hvernig svo sem stendur á því. Veit ekki hversu lengi það hefur verið þannig þar sem ég hef ekki verið í tölvusambandi.
Um helgina kíktum við hjónaleysin Norður, því það var fjölskylduhittingur hjá Grjóna fjölskyldu. Við vorum öll í bústað á Illugastöðum og var það bara alveg ljómandi fínt.