Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Sólin komin

Þá er komið að annarri norðurferð. Við brunum norður eftir vinnu hjá mér, svona upp úr hádegi. Ætli kvöldinu verði ekki bara eytt í rólegheitum því maður þarf jú að safna kröftum fyrir brúðkaupið þeirra Lóu og Jóhanns. Svo er Birna búin að lofa svaka gellupartýi og ef ég þekki okkur gellurnar rétt þá þarf sko að vera búið að safna orku í nokkra daga fyrir svoleiðis geim. Annars er bara búið að vera alveg brill sprill veður hér í borginni. Á mánudeginum fórum við Grjóni í pick nick enda brakandi blíða og svo kíktum við í smá skreppitúr í bláalónið á þriðjudeginum. Í gær var sama blíðan og þá var haldið í hana Vesturbæjarlaug, því sjórinn reyndist kaldur, kaldur eins og ís..... hver man ekki eftir Hatti og Fatti?? Fórum svo í veraHvergi í gær og grilluðum kjöt og svo banana með mars í eftirrétt. Nammi namm ef það er ekki geggjað þá veit ég ekki hvort e-ð sé til sem er geggjað.
Best að drífa sig út í sólina, svona nýta þetta!!