Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Guð er félagsvera

Vá ég var aðeins að hlusta á Lindina í gær því það var ekkert annað í útvarpinu. Já Lindin getur verið skárri en ekki neitt. Allavega þá var e-r kall að tala um guð og jesú og sagði að guð banakar á dyrnar hjá fólki og vill komast inn. Ef þið helypið honum inn þá lagar hann til hjá ykkur og tekur m.a. rykið undan sófanum ykkar. Sérdeilis pýðilegt að hafa einn svona sem lagar til án þess að hann þvælist fyrir manni. En það hefur allavega ekki gerst ennþá. Kannski ég ætti að opna hurðina reglulega og sjá hvort að rykið fari ekki undan rúminu mínu einn daginn. Svo talaði kallinn líka um það að ef þið0 væruð fílkar ættu þið ekki að reyna að hætta því fyrr en þið væruð búin að taka á móti jesú því hann er besti læknirinn.
Það er bara jákvætt að taka á móti guði og jesú, ekki satt??? Þá þarf maður ekki að laga til og þá losnar maður við alla fíkn.
Annars var síðasti skóladagurinn í dag og hann endaði með kökum og gotteríi. Ekki slæmt það nema ég borðaði kannski aðeins of mikið og hefði þurft að leggja mig en enginn tími í það núna.
Það er búið að draga í bikarnum og við fengum Þrótt-Rvk í undanúrslitum. Leikurinn er kl. 13.30 í KA og hvet alla til að mæta og hvetja okkur! Sjáumst

mánudagur, apríl 11, 2005

Áfram Latibær

Þá er helgarfríið greinilega búið og allt komið á fullt aftur í lokaverkefninu.
Helgin var stórfín, fór suður á föstudeginum og lá uppi í sofa allt kvöldið og horfði á TV. Vaknaði snemma á lau-morgun til að vera spræk í leiknum á móti ÍS. Léttur leikur það og tók stutta stund. Fór svo í Kringluna og ætlaði að reyna að finna e-ð fallegt útskriftardress en ég var bara ekki að sjá neitt svo ég endaði bara með því að kaupa rúmlega hálft kíló af nammi í staðinn. Um kvöldið var ég mjög dugleg og lærði til að verða miðnætti þá fór ég niður í bæ að hitta Grjóna sem hafði verið að spila í afmæli. Við kíktum á nokkra staði og ótrúlegt hvað fólk er duglegt við að standa í röð í grenjandi sliddu og skítaveðri. Ekki voru við að nenna því og vorum komin bara frekar snemma heim. Á sunnudeginum fór ég svo í Smáralindina í góðri von um að finna e-ð fallegt útskriftardress en allt kom fyrir ekki og ég endaði búðarápið með því að kaupa mér bol því ég á aldrei nóg af þeim. Kíktum svo á þrótt-HK leikinn. HK var alveg að kúka á sig í síðustu hrinunni og allir að reyna að hvetja þær áfram þegar það heyrðist í einum litlum Áfram Latibær!!
Á morgun verður dregið í undanúrslit og þá er bara að krossa fingur.