Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

mánudagur, febrúar 28, 2005

Akureyri

Þá er ég mætt á eyrina og byrjuð í skólanum. Komnar á fullt í lokaverkefni enda eigum við að skila fyrstu 2 köflunum eftir hálfan mánuð.
Helgin var fín. Við Grjóni brunuðum norður á föstudeginum og beint í Idol til Birnu og Tóta og sing star á eftir. Jafnvel að ég skrái mig í næsta Idol. Á laugardagskvöldinu var svo innflutningspartý hjá Birnu og Tóta sem tókst afbragðs vel. Flestir hressir og skemmtilegir og leiðin lá svo á Kaffi- Ak þar sem var tjúttað fram að lokun og komið heim um 5.30. Vaknaði svo á sunnudagsmorguninn og dreif mig á æfingu kl.11 og gott ef ekki þá held ég að ég hafi ennþá verið e-ð aðeins skökk allavega var ég ekki að geta mikið á æfingunni.