Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, október 22, 2004

Leikir helgarinnar

Þá erum við að fara að keppa fyrstu leikina okkar um helgina. Spennandi.....
Fyrri leikurinn er á laugardaginn kl.16.30 og seinni leikurinn á sunnudaginn kl.13.00 á móti HK. Nýja gellan okkar verður ekki lögleg fyrr en á sunnudaginn þannig að við spilum án hennar fyrri leikinn.

sunnudagur, október 17, 2004

Sviti, klám og drykkja

Í gær fór ég með Fjólu að horfa á Birnu keppa í íshokký og ég hef aldrei séð stelpuna standa sig svona vel, enda fyrsti leikurinn sem ég horfi á.
Síðan lá leiðin í 3 manna partý sem var einstaklega dautt og ein gellan talaði bara um ríðingar. Ég gafst fljótt upp og við Fjóla fórum til Birnu og Tóta í 4 manna partý. Það sem tók við þar var klámmari á RÚV. Greinilegt hvert þema kvöldsins var ; ) Kíktum svo á Sveitta þar sem kom til okkar vel fullur þórsari settist á Tóta og fór þvílíkt að rugla í okkur og ég held í öllum kvenmönnum á staðnum. Honum virtist klæja svolítið mikið í hann... sko magann og veðjaði við Tóta öl ef hann gæti fengið eina konu sem stóð við barinn að setjast hjá sér. Tóti tók veðmálinu og gaurinn stóð upp, gekk til konunnar og 10 sek seinna kom hann með konuna með sér. Fullt af skrítnu fólki á staðnum sem gaman var að fylgjast með. T.d. var einn gaur sem var alveg blind-piss sem sat við borð og ætlaði svo að fara á wc-ið en var komin hálfa leið inn í eldhús þegar hann fattaði að hann var ekki á réttri leið. Enduðum í Natten og fengum okkur sveittan burger fyrir svefnin. Skemmtilegt og fróðlegt kvöld.
Erum svo að fara að taka á móti rússnesku gellunni í dag og vonandi fara æfingar á fullt á morgun því fyrstu leikirnir okkar verða um næstu helgi!