Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Sussumbía

Ég er enn á lífi fyrir ykkur sem voru farin að halda annað. Róleg helgi að baki og villt helgi fram undan. Við fórum í Galtalæk á föstudeginum og vorum í sjúkratjaldinu að hlúa að fullum krökkum, gefa fólki plástur og fleira í þeim dúr. Það var mjög gaman og að vera þarna inni því úti var grenjandi rigning og svarta myrkur. Á laugardeginum yfirgáfum við sólina og góða veðrið og fórum í Húsafell í bústað sem Ingibjörg bekkjarsystir og Valdi kallinn hennar voru í. Eftir mikið át og hvítvínsdrykkju kíktum við á brennuna og diskóið ódollý. Það var nú e-ð aðeins skárra en Árni Johnsen. Fórum svo í ölspillet góða eftir að brennan var dauð. Mikil átök í þessu spili og keppnisskapið svo mikið að við fórum 2 umferðir, ég vann aðra þeirra :) Fórum svo í pottinn úti á palli og í fimbulfamb þegar inn var komið sem við Valdi rúlluðum upp :) Sunnudagurinn var tekinn rólega, fórum í rok-krikket, það var ekkert smá hvasst þennan dag. Við skulum ekkert vera að tala um úrslitin í því, ég veit bara að blakið kemur ekki að gagni í krikketi. Elduðum svo góðan mat og spiluðum fram á nótt. Fórum svo upp úr hádegi aftur í borgina og kíktum í Fjölskyldu-og húsdýragarðinn. Merkilegur garður það, að mínu mati, og miklu stærri en ég átti nokkurn tíman von á. Flottir selirnir og svínin.
Ég á von á djammi næstu helgi og þá á laugardag þar sem ég nenni ekki að vera þunn í brúðkaupinu. Vona bara að stelpurnar hafi ekki djammað af sér rassgatið á eiturlyfjahátíðinni Einni með öllu, þó mig gruni annað.