Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

föstudagur, febrúar 20, 2004

Rugl og aftur rugl

Ég er alveg brjáluð núna.
Gellurnar úr Þrótti nes eru búnar að fá það í gegn að fresta leikjunum sem áttu að vera í kvöld og á laugardaginn. Þær frestuðu þeim þar sem þær eru 7 af 12 sem komast ekki vegna veikinda og meiðsla. Ég veit að það eru einhverjar veikar og einhverjar meiddar en ég veit líka að það eru einhverjar sem segjast vera meiddar eða veikar vegna þess að það er þorrablót fyrir austan sem þær vilja ekki missa af. Þannig að í heildina eru þetta kannski 7 sem komast ekki. Gamla mafían stendur alltaf með sínu liði, ekki að spyrja að því. Þeir hjá BLÍ segja að með því að fresta þessum leikjum sé verið að þjóna hagsmunum blaksins. Hverjir eru eiginlega þessir hagsmunir. Þeir segja einnig að Þróttur Nes hafi verið félaga duglegast til að koma sér á keppnisstað hvar sem hefur verið á landinu. Ég veit nú ekki betur en að þær hafi frestað þessum leik einu sinni áður og af hverju eru þær e-ð duglegri en við í KA að koma sér á keppnisstað við þurfum jú að fara í jafn margar ferðir og þær.

Ekki nema von að maður spyrji sig......


fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Opal og læti

Góðan og blessaðan daginn.
Ég sit núna og er orðin rennandi sveitt á nefinu eftir risa-opal át. Verð svona á nefinu eins og hundarnir þegar ég er búin að borða mikið af lakkrís, þið vitið nebbinn á þeim er, alltaf hálf blautur viðkomu.
Dísús ég var ekkert smá klikkuð á æfingu um daginn. Við vorum að gera e-a æfignu þar sem við áttum að smassa í gólfið og yfir á næsta mann. við þurftum að snúa á hlið og e-ð. Ég byrjaði mjög vel en svo þegar við áttum að skipta um hlið gekk þetta e-ð illa hjá mér þannig að ég ákvað að prófa hina hendina. Viti menn þá gekk þetta svona ljómandi vel hjá mér. Ástæðan var reyndar sú að ég byrjaði að smassa með vinstri án þess að ég vissi það og ákváð svo að skipta óvart yfir í hægri. Hélt sem sagt að vinstri höndinn á mér væri hægri og öfugt.

Jæja best að halda áfram að læra þar sem ég þarf að skila verkfni á morgunn.

mánudagur, febrúar 16, 2004

Mánudagur til mæðu

Kallinn kom á óvart með að ákveða að skella sér norður á fös þar sem hann er í fríi þessa viku. Fórum í bíó með Kötu sem var vopnuð og Hörpu sem var með vaselín í kagganum. Plan okkar Kötu gekk ekki upp þar sem það er ekki er hægt að nota stjörnuskrúfjárn í Borgarbíói í þeim tilgangi sem við ætluðum að nota það. Myndin var hörku vibbi og fékk hjartað til að slá nokkur aukaslög, sem ætti bara að vera ágætis þjálfun fyrir það.
Laugardagsmorguninn byrjaði vel:
#á leiðinni á æfingu punkteraði (sprakk) á bílnum þannig að ég þurfti að fara heim og skipta um bíl og mætti korteri of seint á æfingu
#náiði bara 1/2 tíma æfingunni þar sem við vorum sviknar og fengum ekki að vera klukkutíma í salnum eins og okkur var lofað
#helti jarðaberasafa út um allt eldhús þegar ég var að búa mér til skyrhræru
Allt þetta gerðist á 2 tímum en sem betur fer var restinn af deginum bara nokkuð góð.
Um kvöldið fórum vð Grjóni í smá teiti til Kötu. Eftir það kíktum við til Hörpu bekkjasystur þar sem Hanne og Ester voru líka, svo bættist Harpa vinkona í hópinn þegar leið á kvöldið. Þetta var stórfínt teiti, Grjóni fyllti hundinn hennar og hann er víst enn e-ð slappur (sko hundurinn) og ég varð enn ruglaðri en nokkurn tímann af pepsídrykkju og snakkáti. Stelpurnar fóru svo í Sjallann en við Grjóni heim að sofa þar sem ég var að fara á æfingu daginn eftir.
Sunnudagurinn fór svo bara í blak, leti, heimsókn, þrif á ælu, sund, át og spil.