Velkomin í stuðið

Gat ekki sagt nafnið mitt þegar ég var lítil og kaus því að kalla mig Bakkabakki

laugardagur, desember 06, 2003

Þá er maður komin norður til gömlu. Það hefur bæði kosti og galla.
Kostir:
þarf ekki að hugsa um hvað eigi að vera í matinn
þarf ekki að elda
þarf ekki að leggja á borð
þarf ekki að vaska upp, vélin sér um það
get farið í heitt bað
get skrifað íslenska stafi á blogginu mínu
þarf ekki að rembast við að finna mér sæti á Þjóðarbókhlöðunni
get æft með KA

Gallar:
hef ekki Grjóna (þarf ég að segja meira....??)
hef ekki bíl til umráða
hef ekki þjálfara á æfingum


Kostirnir virðast fleiri en gallarnir, það er samt margir gallar sem eru undir galla nr.1

Best að fara að læra!

fimmtudagur, desember 04, 2003

Þa er loksins komið a hreint hvenær eg fer norður. Eg er að fara norður a morgunn með Ester sem er með mer i bekk, fæ að sitja i hja henni. Við eigum nefnilega bikarleik við HK fyrir norðan a föstudaginn eftir viku og þa er eg a fullu i profunum. Eg akvað þvi bara að taka profin fyrir norðan. Mig langar samt ekkert voðalega mikið að fara norður strax þvi mer liður mjög vel her i borginni hja honum Grjona minum.
Heh... eg upplifði soldið fyndið atvik i gær, eg var að læra a bokhlöðunni nema skrapp i sma hangsleiðangur. Eg fann fullt af occupational therapy bokum sem kom mer merkilega mikið a ovart, atti allavega ekki von a þvi. Þegar eg ætlaði að fara að labba til baka i sætið mitt sa eg að það var strakur/maður sem sat aleinn og var að lesa e-ð i bokinni sinni, allavega leit hann ut fyrir það að vera að lesa. Hann var alveg að drepast ur hlatri inn i ser, skil vel að hann hafi ekki þorað að hlægja upphatt, orðinn eldrauður i framan og farinn að lita i kringum sig til að vera viss um að enginn sæi til hans. Nema hvað... þegar hann rak augun i mig varð hann alveg eins og kleina æj æj en vandræðilegt fyrir manninn.... hann for að hosta og e-ð og sneri ser undann og reyndi að hemja sig. Það getur verið dalitið leiðinlegt þegar þetta kemur fyrir mann, maður er kannski einn að hugsa e-ð geggjað fyndið og er alveg skælbrosandi svo kemur e-r labbandi framhja, auðvitað heldur viðkomandi að maður se e-ð ruglaður.
Okkur Grjona var boðið i leikhus, eg veit að allar stelpur fra 4-10 ara eiga eftir að öfunda okkur þvi við erum að fara að sja Grease, Birgitta Haukdal og Jonsi i Svörtum. Það sem maður lætur hafa sig ut i.
Skyldurnar kalla, djöfulsins havaði i þeim.

miðvikudagur, desember 03, 2003

E-ð minna að gerast hja manni þessa dagana a blogginu og þannig verður það bara að vera!
Eg er a fullu i proflestri og a mer eiginlega litið lif nuna. Profin byrja a fimmtudaginn eftir viku og eru buin 15. des. Tek bara 3 prof en hellingur að lesa fyrir þau.
Fer sennilga norður a föstudaginn og tek profin þar.
I gær var eg viðstödd dratt, sko bikardratt þar sem KA og HK mætast fyrir norðan sennilega 13. des. Þrottur RVK drost a moti Aftureldingu. Vonandi mætast KA og Þrottur i urslitum, urslitaleikurinn verður syndur beint a RUV.
Ætla að halda afram að læra.

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Gleðilega aðventu! Það styttist oðum i jolin en eg nenni ekki að hugsa um það strax.
Við i KA vorum að keppa a Neso alla helgina og það gekk bara nokkuð vel. Töpuðum reyndar fyrsta leiknum 3-1 en unnum bikarleikinn 3-2 og siðasta leikinn 3-1. Djöful var ljuft að sla Þrott nes ut svo þær komast ekki i undanurslit! i bikarnum!!
Eg þurfti að biða a flugvellinum a Egilstöðum i nokkra tima bæði a föstudaginn og laugardaginn. Það var bara svo litið um manninn þar svo eg for bara að læra. Sorry Kitty eg gerði ekki það sem þu manaðir mig ut i. I flugvelinni austur svaf eg mjög ljuft, rumskaði aðeins þegar flugfreyjan var að bjoða drykki en eg kipptist svo upp þegar mer fannst eg vera farin að slefa. A bakaleiðinni þurfti eg lika að biða a flugstöðinni, beið i 2 tima. For a sama stað og siðast. Nema eg nennti ekki að læra heldur for ur skonum og steinsofnaði. Vaknaði svo við það að flugvöllurinn fylltist af folki. Þa var stutt i flugið. Ætli að leggja mig aftur i flugvelinni og var eiginlega buin að mana sjalfa mig upp i það að slefa a öxlina a sessunaut minum. Þvilikt svekkelsi þegar eg kom i velina, enginn i sætinu við hliðina a mer. Eg sleppti þvi að leggja mig og for að pæla i utgangur-exit skiltinu. Va hvað það er hægt að gera mörg orð ur orðinu utgangur og tminn flygur afram. Eg fann ut 27 orð, eg notaði nattururlega ekki alla stafina en notaðii hvern staf bara 1x. Ef þið viljið lata timann fljuga afram i fluginu mæli eg með skiltaleiknum. Erfitt að fara i litaleik eða numeraleik eins og maður gerði oft þegar maður var að ferðast i bil. Það er ekkert algengt að numeraplötur seu i loftinu eða fljugandi bilar. Undantekningin gæti þo sannað regluna, Harry Potter 2.
Meira en mjög gott i bili